Hringfætla


Nú skal brúka nýjan hátt
nafnið ferskt og laglegt er.
Ég hef ei við hann áður átt.

Það er svona frekar fátt
um ferskar vísnagerðir hér.
Nú skal brúka nýjan hátt.

Ég hef ei við hann áður átt
og óljóst hvernig verkið fer.
Til þess á ég frekar fátt.

Villanella heitir hann
hingað kom um langan veg.
Helst ég brúka háttinn þann.

Íslenskt nafn sér óðar fann
enda er tungan dásamleg.
Villanella hét þó hann.

Helst ég brúka háttinn þann
hringfætlu sem nefni ég
því íslenskt nafn hann óðar fann.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...
Þorsteinn Gylfason birtir ljóð undir Villanellu hætti í bókum sínum Sprek af reka og Söngfugl að sunnan. Háttinn nefnir hann hringlilju og er hann fyrirmynd að hættinum sem hér birtist.Í honum eru endurtekningarnar enn niðurnjörvaðri og því því rétt að gefa honum annað heiti.


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð