Samhljóðavísur
Vanda eykur grænni grund
grandalausri um forlög blind
vindur hvass er svartan sand
sendir yfir veikbyggð lönd.

Sullar og mallar sífellt bull
svellur í gjalli drifhvít mjöll.
Ellinni fellur hreyfing holl
hrella mig tröllin ljót og ill.

Skuggaleg vofa vekur ugg
vaggar hún nær með brýnda egg
högginu við ég löngum ligg
leggi hún til mín viðbragðssnögg.

Göngumanni er gatan þröng
gangan liggur því oft í hring.
Langar mig enn að fá í fang
fenginn sem glaður um ég söng.

 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...
Sýnishorn af rímnahætti þar sem endaríms er ekki krafist.


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð