Norðurferð
Löngum heillar ferðalang fjarlægðin blá
förum nú um Húnaþing grösugt og lokkandi.
Vakna minni útlegðar öræfum frá
ógnarsaga rifjast upp Þrístöpum hjá.
Margur er hér snöggur að snúa ræðu í brag
snilldarvísur Skáld-Rósu lifa enn í dag.
Lækjarvísur Gísla má löngum vítt um byggðir heyra.
Ljúflega fimmundarstemmurnar hljóma við.

Kóparnir á skerjunum skemmta sér við
skvamp í glaðri öldu við lábarða steinana.
Féð er dreift um heiðanna sólvermdu svið
söngfugl tekur undir við lækjarins nið.
Laxinn móti straumunum stökkin iðkar létt
stóðið glatt í haganum æfir langan sprett.
Yst á Vatnsdalsfjallinu Öxlin gnæfir yfir Þingið.
Ósköp er gaman að ferðast um Húnaþing.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...
Ort vegna ferðar söngfólks í Flóanum um Húnaþing í júní 2012.
Lag: Svífur yfir Esjunni


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð