Þróun
Innst í dalnum, upp við fjallið:
ofurlítill bær.
Ilm af mold og grænu grasi
geymir hægur blær.
Efst í brekku ærnar spakar kroppa
inn við klettinn börnin glaðvær hoppa.
Litlu utar Dreyri gamli dregur plóg,
dregur seint og hægt en áfram miðar þó.
Grasið þekur gráan móinn hægt og hægt.
Hægt og hægt.

Innst í dalnum: auðar tóttir
engin börn að leik.
Brot af plóg í svörðinn sokkið
sinan dauðableik.
Hrumum njóla hráköld gola bifar
hægt og stöðugt klukkan áfram tifar.
Krummi þögull fjaðrir knýr við fjallsins egg.
Feigðin hvíslar döprum róm við tóttarvegg.
Hleðsla brestur, hrynja steinar einn og einn.
Einn og einn.
Einn og einn.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð