Sólhvarfaljóð
Snjóhvít mjöll yfir landinu liggur
lítill sólhvarfaálfur við dyr
sérhvers húss lætur hóglátri röddu
hljóma kveðju er síðar og fyr
hefur mönnunum margsinnis boðað
hversu margt gæti unnist með því
ef þeir hávaðann hættu að dýrka
svo að hugsað þeir gætu á ný.

Þá mun boðskapur Betlehemsvalla
kannski berast af alvöru fram
svo að valdamenn veikir af græðgi
með sinn volduga, kremjandi arm
víki smám saman hægan til hliðar
fyrir hugsun af annarri gerð
þar sem auðvaldið engu fær ráðið
þar sem allir fá réttlátan verð.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð