Hvers vegna? (um 1965)
Ég veit ekki hvað ræður því er ég fer að yrkja
og eyði löngum tíma í smíði á vondum kvæðum
því enga köllun finn ég sem kynni mig að styrkja
svo kvæðin gætu vaxið að magni eða gæðum.

En einhvern veginn finnst mér þetta furðulega gaman:
að finna að ef ég nógu lengi við mig sjálfan glími
þá tekst mér oft að raða ýmsum orðum þannig saman
að úr þeim verður kvæði með hljóðstöfum og rími.  
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð