Andvaka
Ég hlýt víst að una því andvökunótt
þótt erfitt mér faðmlag þitt sé
að leita til þín eftir örveikri glóð
sem ef til vill lætur í té
þann neista sem ljóðið mitt fátæka fær
til að finnast það heilmikils vert
og að þróttlítil orð séu hornsteinar húss
sem af hrópandi snilli sé gert.

En hvernig sem brýni ég hugar míns vopn
og hvernig sem ólgar mitt blóð
ég fæ ekki losað um faðmlag þitt nótt
og finn ekki neins staðar glóð.
Og ljóðið mitt smáa er litlaust og kalt
og loks eins og fölnandi reyr
það hikandi berst við að bera sig vel
og brotnar svo hljóðlaust og deyr.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð