Köllun
Svona er nú þetta og það er ekki gaman
að þurfa helst að yrkja, en vita ekki um hvað
og finna hvernig hugsanirnar hristast stjórnlaust saman
og hvergi geta stöðvast – en ekki meir um það.

Ég reyni að stöðva greyin, en þó ég þrotlaust striti
og þykist ráða við þær ég finn þeim engan stað,
En einhverntíma seinna ég yrki kannski af viti.
Ég ætla að byrja núna – Og ekki meir um það.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð