Sjómannasöngur frá Flandern
Þýtt úr sænsku.
Höf.Ulla Hornborg

Við siglum hin köldu sjávardjúp
og síld við Ísland bíður.
Svo til norðurs skútan skríður.
Til Íslands enn, til Íslands enn, til Íslands enn.
Því Íslandsmiðin okkur kalla ákaft senn.

Fyrr en við siglum skal duna dans
og dansinn okkur gleður.
En í sumar síldin veður.
Og út í bát, og út í bát, og út í bát.
Þar annan dans við okkur stígur alda kát.

Í æstum stormi er stýri beitt
með stæltum sjómannsarmi,
djörfum hug og hreysti í barmi.
Til Breiðafjarðar bráðum skútan brunar fljót
og silfri hafsins söfnum við í síldarnót.

 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð