Oddaflug
Lag: Komdu og skoðaðu í kistuna mína.

Það líður á haustið og gæsirnar gráu
af gleði og öryggi hefja sitt flug.
Og braut þeirra liggur um heiðloftin háu
þær hafa í vængjunum lipurð og dug.
Þær raða sér skipulegt oddaflug í
og auðvelda ferðina talsvert með því.
Tralalala ....

Og lýst er því náið í lofteðlisfræði
hve léttir það flugið á áfangastað
að vaff laga straumar um vængina flæði
og víst er að gæsirnar nota sér það.
Þótt skólanám yfirleitt ei sé þeim tamt
og ekkert þær lesi, þær vita það samt.
Tralalala ....

 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð