Úr stjórnmálalífi
Eftir fréttum allavega
er ég leitandi.
Æsseifið var eiginlega
orðið þreytandi.

Margt er sagt á flestum fundum
en fáu trúandi.
Sumir eru öllum stundum
einkum ljúgandi.

Landið allt til vinstri vegar
virðist skoppandi.
Nokkrir eru orðnir þegar
alveg hoppandi.

Stjórnin ógnar kóngum kvóta
kerfið mölvandi.
En gráðugur vill gróðans njóta
og grenjar bölvandi.

Íhald vítt til valda sækir
verklaust hangandi.
Sífellt málin Framsókn flækir
af fýlu angandi.

Stjórnin þó á rassinn renni
og ríki dottandi
einlægt nokkrir eftir henni
eru hottandi.

Ef til vill er okkar kreppa
eitthvað sjatnandi
svo ár við megum aftur hreppa
aðeins batnandi.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...
Flutt á hagyrðingakvöldi á Eyrarbakka í nóvember 2009.


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð