Nýtt Kötukvæði

Ljóð: Marita Lindquist/Ragnar Böðvarsson
Lag: Georg Malmstén

Sjáðu, þarna uppi´ á lofti undir súð
þar á hún litla Kata heima.
Úti´ í garði breiðir úr sér blómaskrúð,
í birkitrjánum þrestir sveima.
Sólargeislar inn á loftið læðast hægt og strjúka
létt um Kötu bjarta hár og kinn svo undurmjúka.
Vorkvöldunum uppi´ á lofti undir súð
mun ekki verða létt að gleyma.

Sumardagar hægt og stöðugt streymdu hjá
og stjörnur haustsins tóku að ljóma.
Marga nótt hjá Kötu enn ég undi þá,
við áttum saman leyndardóma.
Einlæg voru loforðin sem ástfangin við gáfum,
ung og frjáls í haustsins milda rökkri þá við sváfum.
Ljúfar stundir langra nótta liðu hjá,
en loforðin í hug mér óma.

Vetrarkuldinn nálgaðist og nísti jörð
og nepjugrá var hríðarmuggan.
Allt í einu varð hún Kata köld og hörð
og kætin fyrri hvarf í skuggann.
Dyrnar voru lokaðar og leitt mér varð í sinni,
ljóst mér fannst að núna væri annar þarna inni.
Úti’ í garði´ er stólparok og stirðnuð jörð,
ég stari þögull upp í gluggann.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð