Tamning
Tamning
Lag: Havah nagilah,ísraelskt þjóðlag.


Laðar hin ljúfa gola,
ég legg á fola
og vaskur vind mér á bak.
Fjölmarga hef ég hamið
og hraustur tamið,
því afar traust er mitt tak
fjörugum folum á,
fljótur að siða þá.
Lexíu þessi á líka að fá.
Harður við hann ég er,
hamast og stokkinn ber,
staður og kargur hann streitist gegn mér.
Hott — hott — hott, hott, hott, hott.
Trylltur svo hann tökin þrífur,
tauminn næst hann af mér rífur.
Stökkið tekur stormi líkur,
stingur sér og áfram rýkur.
Þvílík reið
langa leið.
En mér tekst að skella á skeið.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð