Ljósið
Eitt sinn var ég í þvílíkri kvöl
einn vinur stóð mér þá hjá
Hann vék ekki frá minni hlið
því hann vildi bægja kvölinni frá
En ekki vildi ég hlusta
ekki á hann eða neinn
Ég var bara í myrkinu svarta
og vildi vera þar einn
Ég sá ekki fram né aftur
ég sá bara ekki neitt
Ekkert virtist geta
þessu myrkri eytt
Hann tendraði þá ljós
og birtu það gaf af sér
Myrkrið það byrjaði að eyðast
þá aðallega í hjarta mér
Hann settist hjá mér og sagði
ógleymanleg orð við mig
“ávalt láttu ljósið skína…
Og myrkrið mun ekki ásækja þig”
Ég skildi ekki við hvað hann átti
en fljótlega sá ég þó það..
..aldrei láta ljósið slökkna
sem þú geymir í hjartastað
Ætíð skal ég því muna
ef myrkrið mun birtast á ný
þá læt ég ljósið skína
og birtan mun eyða því
Ljósið það hamingju gefur
og birtu og veitir yl
Því skaltu láta það skína
og finna hvað gott er að vera til
Takk fyrir ljósið minn vinur
Takk fyrir að hafa tendrað það
Þegar allt svo dimmt og ömurlegt
ég er svo heppinn að hafa átt þig þá að
TAKK
einn vinur stóð mér þá hjá
Hann vék ekki frá minni hlið
því hann vildi bægja kvölinni frá
En ekki vildi ég hlusta
ekki á hann eða neinn
Ég var bara í myrkinu svarta
og vildi vera þar einn
Ég sá ekki fram né aftur
ég sá bara ekki neitt
Ekkert virtist geta
þessu myrkri eytt
Hann tendraði þá ljós
og birtu það gaf af sér
Myrkrið það byrjaði að eyðast
þá aðallega í hjarta mér
Hann settist hjá mér og sagði
ógleymanleg orð við mig
“ávalt láttu ljósið skína…
Og myrkrið mun ekki ásækja þig”
Ég skildi ekki við hvað hann átti
en fljótlega sá ég þó það..
..aldrei láta ljósið slökkna
sem þú geymir í hjartastað
Ætíð skal ég því muna
ef myrkrið mun birtast á ný
þá læt ég ljósið skína
og birtan mun eyða því
Ljósið það hamingju gefur
og birtu og veitir yl
Því skaltu láta það skína
og finna hvað gott er að vera til
Takk fyrir ljósið minn vinur
Takk fyrir að hafa tendrað það
Þegar allt svo dimmt og ömurlegt
ég er svo heppinn að hafa átt þig þá að
TAKK