

Tamning
Lag: Havah nagilah,ísraelskt þjóðlag.
Laðar hin ljúfa gola,
ég legg á fola
og vaskur vind mér á bak.
Fjölmarga hef ég hamið
og hraustur tamið,
því afar traust er mitt tak
fjörugum folum á,
fljótur að siða þá.
Lexíu þessi á líka að fá.
Harður við hann ég er,
hamast og stokkinn ber,
staður og kargur hann streitist gegn mér.
Hott — hott — hott, hott, hott, hott.
Trylltur svo hann tökin þrífur,
tauminn næst hann af mér rífur.
Stökkið tekur stormi líkur,
stingur sér og áfram rýkur.
Þvílík reið
langa leið.
En mér tekst að skella á skeið.
Lag: Havah nagilah,ísraelskt þjóðlag.
Laðar hin ljúfa gola,
ég legg á fola
og vaskur vind mér á bak.
Fjölmarga hef ég hamið
og hraustur tamið,
því afar traust er mitt tak
fjörugum folum á,
fljótur að siða þá.
Lexíu þessi á líka að fá.
Harður við hann ég er,
hamast og stokkinn ber,
staður og kargur hann streitist gegn mér.
Hott — hott — hott, hott, hott, hott.
Trylltur svo hann tökin þrífur,
tauminn næst hann af mér rífur.
Stökkið tekur stormi líkur,
stingur sér og áfram rýkur.
Þvílík reið
langa leið.
En mér tekst að skella á skeið.