Hringfætla
Nú skal brúka nýjan hátt
nafnið ferskt og laglegt er.
Ég hef ei við hann áður átt.
Það er svona frekar fátt
um ferskar vísnagerðir hér.
Nú skal brúka nýjan hátt.
Ég hef ei við hann áður átt
og óljóst hvernig verkið fer.
Til þess á ég frekar fátt.
Villanella heitir hann
hingað kom um langan veg.
Helst ég brúka háttinn þann.
Íslenskt nafn sér óðar fann
enda er tungan dásamleg.
Villanella hét þó hann.
Helst ég brúka háttinn þann
hringfætlu sem nefni ég
því íslenskt nafn hann óðar fann.
Þorsteinn Gylfason birtir ljóð undir Villanellu hætti í bókum sínum Sprek af reka og Söngfugl að sunnan. Háttinn nefnir hann hringlilju og er hann fyrirmynd að hættinum sem hér birtist.Í honum eru endurtekningarnar enn niðurnjörvaðri og því því rétt að gefa honum annað heiti.