Í búrinu
Þýtt úr færeysku
Höfundur J.H.O. Djurhuus
Lag: J. Waagstein
Hnípinn þú situr söngfuglinn minn
sviptur frelsi í búri.
Gleðinni rændur er rómurinn þinn,
rændur er fluginu vængurinn.
Söngfuglinn minn
særður í þröngu búri.
Manstu er lékstu lipur um völl
litli fangi í búri.
Dillandi söngva um dali og fjöll,
dansandi vængjatökin snjöll.
Manstu þau öll.
Frjáls varstu, fugl í búri.
Svefnhöfginn löngum léttir þér neyð
litli fangi í búri.
Dreymir þig söngva á loftsins leið,
leiki, ástir og vorsins seið.
Háloftin heið.
Frjáls ertu, fugl í búri.
Höfundur J.H.O. Djurhuus
Lag: J. Waagstein
Hnípinn þú situr söngfuglinn minn
sviptur frelsi í búri.
Gleðinni rændur er rómurinn þinn,
rændur er fluginu vængurinn.
Söngfuglinn minn
særður í þröngu búri.
Manstu er lékstu lipur um völl
litli fangi í búri.
Dillandi söngva um dali og fjöll,
dansandi vængjatökin snjöll.
Manstu þau öll.
Frjáls varstu, fugl í búri.
Svefnhöfginn löngum léttir þér neyð
litli fangi í búri.
Dreymir þig söngva á loftsins leið,
leiki, ástir og vorsins seið.
Háloftin heið.
Frjáls ertu, fugl í búri.