Hvers vegna? (um 1965)
Ég veit ekki hvað ræður því er ég fer að yrkja
og eyði löngum tíma í smíði á vondum kvæðum
því enga köllun finn ég sem kynni mig að styrkja
svo kvæðin gætu vaxið að magni eða gæðum.
En einhvern veginn finnst mér þetta furðulega gaman:
að finna að ef ég nógu lengi við mig sjálfan glími
þá tekst mér oft að raða ýmsum orðum þannig saman
að úr þeim verður kvæði með hljóðstöfum og rími.
og eyði löngum tíma í smíði á vondum kvæðum
því enga köllun finn ég sem kynni mig að styrkja
svo kvæðin gætu vaxið að magni eða gæðum.
En einhvern veginn finnst mér þetta furðulega gaman:
að finna að ef ég nógu lengi við mig sjálfan glími
þá tekst mér oft að raða ýmsum orðum þannig saman
að úr þeim verður kvæði með hljóðstöfum og rími.