Sólin mín
Þú ert mér sem sólin elsku amma mín
nú ert þú stjarnan sem skært á himni skín.
Brosið þitt og þín gleði veitti birtu og yl,
Hjá þér var gott að vera, þú veittir skjól í lífsins byl.
Lífsspeki þín og orka, gleði, tryggð og trú,
dugnaður, kraftur og fegurð, allt þetta amma, hafðir þú.
Þú varst minn verndarengill, áttir þátt í að móta mig,
agaðir mig og studdir, það var svo gott að eiga þig.
Já, sólin ert þú, elsku amma, þú ert sólin mín.
Ég er svo ánægð að vera sonardóttir þín.
Sólin skín því í heiði, sólin skín fyrir þig.
Hún skín svo skært og fagurt, af því að þú varst til.
nú ert þú stjarnan sem skært á himni skín.
Brosið þitt og þín gleði veitti birtu og yl,
Hjá þér var gott að vera, þú veittir skjól í lífsins byl.
Lífsspeki þín og orka, gleði, tryggð og trú,
dugnaður, kraftur og fegurð, allt þetta amma, hafðir þú.
Þú varst minn verndarengill, áttir þátt í að móta mig,
agaðir mig og studdir, það var svo gott að eiga þig.
Já, sólin ert þú, elsku amma, þú ert sólin mín.
Ég er svo ánægð að vera sonardóttir þín.
Sólin skín því í heiði, sólin skín fyrir þig.
Hún skín svo skært og fagurt, af því að þú varst til.