Sólin mín
Þú ert mér sem sólin elsku amma mín
nú ert þú stjarnan sem skært á himni skín.
Brosið þitt og þín gleði veitti birtu og yl,
Hjá þér var gott að vera, þú veittir skjól í lífsins byl.

Lífsspeki þín og orka, gleði, tryggð og trú,
dugnaður, kraftur og fegurð, allt þetta amma, hafðir þú.
Þú varst minn verndarengill, áttir þátt í að móta mig,
agaðir mig og studdir, það var svo gott að eiga þig.

Já, sólin ert þú, elsku amma, þú ert sólin mín.
Ég er svo ánægð að vera sonardóttir þín.
Sólin skín því í heiði, sólin skín fyrir þig.
Hún skín svo skært og fagurt, af því að þú varst til.
 
Katrín Ruth Þ.
1979 - ...


Ljóð eftir Katrínu Ruth Þ.

Afi minn
Fyrirgefðu
Ef vin þú átt...
sofðu rótt
ég get ekki sofið!
Að bíða
Missir
Elsku frændi
Það sem skiptir máli……
Elsku afi
Elsku amma!!!
Ást
Til vinkonu
Óttast þú ei
Þú átt mig að
Ást er...
Ein
Minn elsku besti pabbi
Mín elsku besta mamma
Biðin langa
Ljósið
Regnboginn
Bak við grímuna
Hvíl í friði elsku mamma!
Loksins er komið sumarið !!!
Það þarf bara eitt
Söknuður
Afhverju?
Sólin mín
Brostu
Einstök amma
Ein
Kæri Leynivinur!!!