Steinninn
(De Steen - Braum Vermeulen)
Þýðing: Þórhallur Hróðmarsson
Ég fleygði steini í fljótið heima
og flaum þess breytti, þó ekki alveg,
því enginn getur víst stöðvað strauminn,
sem streymir áfram um annan farveg.
Ef til vill köld og klakabólgin
klýfur áin og máir steininn,
hrífur með sér og fær hann fólginn
í fylgsni dimmu í djúpi hafsins.
Ég lagði steininn í löginn heima
svo lífsferð minni mun enginn gleyma.
Þótt áin lítt um mitt innlegg skeytti,
þá á ég steininn sem straumnum breytti.
Ég á mér steininn í ánni heima
og áin mun hann um framtíð geyma.
Hann unir þarna svo ósköp máður
og áin verður ei söm og áður.
Þýðing: Þórhallur Hróðmarsson
Ég fleygði steini í fljótið heima
og flaum þess breytti, þó ekki alveg,
því enginn getur víst stöðvað strauminn,
sem streymir áfram um annan farveg.
Ef til vill köld og klakabólgin
klýfur áin og máir steininn,
hrífur með sér og fær hann fólginn
í fylgsni dimmu í djúpi hafsins.
Ég lagði steininn í löginn heima
svo lífsferð minni mun enginn gleyma.
Þótt áin lítt um mitt innlegg skeytti,
þá á ég steininn sem straumnum breytti.
Ég á mér steininn í ánni heima
og áin mun hann um framtíð geyma.
Hann unir þarna svo ósköp máður
og áin verður ei söm og áður.