Augun þín
Til eiginkonu minnar

Ég þekki augu svo dökk og dreymin, dul og heit
og finnst þau stundum svo frökk og geymin á fyrirheit.
Ýmist eru þau ósköp feimin og undirleit
eða þau segja: "Við sigrum heiminn, hvern sólskinsreit".
Ég þekki augu svo dökk og dreymin dul og heit.

Í þeirra hyl ég þóttist finna þrá til mín.
Var það kraftur vona minna er villti sýn,
voru eldar augna þinna ímyndun mín
eða speglar óska minna augun þín.
Í þeirra hyl ég þóttist finna þrá til mín.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn