Bæn
Tileinkað AA Samtökunum.

Guð, gef mér þrek til að þreyja
það, sem ég fæ ei breytt,
þor til að þrýsta á breyting,
þegar slíkt gæti leitt
til bóta og betri vegar,
sem betra líf gæti veitt.

Um eitt bið ég öðru fremur,
yrði mér bónin veitt,
vit til að velja á milli,
vit sem mig gæti leitt
að skilja, hvað þarf að þrauka
frá því, sem mætti fá breytt.

Án þess yrði þor lítils virði
og þreki í fánýti eytt.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn