Heilagur tilgangur
Ef hægt er á vogskálar tilgangi' og meðali' að tylla
og takist að láta hið góða þá vega' upp hið illa.
Verður hér vafalaust fljótlega skortur á fólum,
þá fremja menn ódæðin bara með fallegum tólum.

Kalli' einhver þetta þá lógikk, sem kennd er við hunda,
kyngi ég þessu því slíkt vil ég alls ekki stunda,
og ætlunin var ekki beinlínis nokkru að neita.
Nú nýt ég þess bara að lifa og sannleikans leita.

Að hafa' upp á sannleika' er helvíti erfitt í veru.
Það heppnast svo fáum að leita hvar hlutirnir eru.
En byggir þú skoðun á bjargfastri sannfæring þinni,
ber það glöggt vitni um uppgjöf í sannleiksleitinni.

Þeir sem að skreyta sig skilningstrésnáttúrunni
skammist sín bara og fletti' upp í biblíunni,
en trúi þeir samt á hið magnaða epli má geta,
að Mendel neitar að arfgengt sé það sem menn éta.

Til markmiða' er sáð með mörgum og misjöfnum fræjum
og mikið er til af ólíkum tólum og græjum
og Einstein sagði um leið og hann steig o'naf stólnum.
"Menn standa' ekki allir á einum og sama hólnum."

Þið trúðar og loddarar túlana þenjið og belgið.
Með tilgangi ykkar þið meðalið fegrið og helgið.
En meðan af málgleði' um markmiðsins gildi þið þrætið,
má ég þá spyrja, hver skipa á dómarasætið?  
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn