Hamingjuforskrift
Tileinkað syni mínum og elskunni hans

Heyrst hefur gjarnan, þar hamingjan fer,
heimsæki' hún útvalda fáa,
en gættu þess vandlega' að gerlegt það er
að gleðja sig yfir því smáa.

Aðstaða mannanna ólík víst er,
efnin, umhverfið, vinnan,
en hamingjutilfinning hugurinn ber
og hún kemur bara að innan.

Í núinu lifir, hve naumt sem það er
þess nýtur, ef ekki er kviðið
því ókomna, ellegar obbi þess fer
í eftisjá þess sem er liðið

Forskrift að hamingju fólgin er í
fjölskrúði sólarlagsins,
að hlúa að minningu hlýrri og því,
að hlakka til morgundagsins.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn