Þögul ást
Þú allt átt til að bera sem fær eina konu prýtt,
óháð því sem aðrir segja kunna.
Ég ávallt finn í fari þínu eitthvað ferskt og nýtt,
sem finnst mér vera virði þess að unna.

Þótt ekki geti leyft mér núna ást mína að tjá
og efalaust þú ekki henni kynnir,
þá eldheit stundum brennur, svo áköf er mín þrá,
ég ætlast næstum til þú ylinn finnir.

Ég ekkert nú að bjóða þér hef, utan þögla ást,
sem einhvernveginn þrjóskast við að lifa,
eins og lítil melkorn sem ekkert um það fást,
þótt illir stormar reyni þeim að bifa.

Viðmótið þitt hlýja hana vökvar af og til
og veitir líf, sem döggin melkorninu.
Nú virðist henni duga að vita' að þú ert til
og verðir áfram hluti' af lífi mínu.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn