Kántrýkvöld
Kom ég með konunni minni
í Kántrýbæ einhverju sinni,
svo skrapp ég smá út
og skálaði' af stút,
en skjótt var ég aftur þar inni.

Með ljúfu og léttkenndu sinni
ég leit yfir salinn þar inni.
Ég litaði' hann rauðan,
er leit ég einn kauðann
káfandi' á konunni minni.

Hnefann úr vasanum þreif ég
svo helvítis buxurnar reif ég.
Ég gaf honum á hann
og auðvitað lá hann,
en síðan á konuna sveif ég.

Ég sneri' henni snarlega, bráður,
snöktandi, mæddur og þjáður,
en ekkert ég tafði,
af því ég hafði
aldrei séð konuna áður.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn