Hugrekki
Hugrekki' er nauðsyn ef hræðslu' á að buga
og hættu skal mæta sem hjá er ei sneitt.
Ef hræðslan er engin, hart til að bjóða
hættunni birginn þarf hreint ekki neitt.

Kyssir þú konu og kunni' hún því illa,
hún kallar þig rudda kauða' eða svín.
Ef kossinn hún þekkist, þá kennir hún hugrekki
karlmennsku' og hreysti og konan er þín.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn