Einstakur koss
Ég gekk inn í herbergi hálffullt af reyk,
þar hampaði fólkið glösum.
Ég mjúkan sá aðeins þinn yndisleik.
Akkúrat svona við hrösum.

Ég varla þig þekkti, víst er um það,
né vissir þú deili' á mér heldur,
en neisti kviknaði, nema hvað,
nær væri' að segja eldur.

Og áður en varði og ósjálfrátt
í örmum hvors annars við stóðum.
Eitthvað sem nær ekki nokkurri átt,
nema í sögum og ljóðum.

Ég fann ekki nálægð fólks sem kom inn
firrtur var öllu ráði.
Að finna þinn flosmjúka munn við minn,
fullnaðarsælu ég þáði.

Hve kossinn var langur, ég lítt veit um það,
en leiðir eftir hann skildu.
En víst er erfitt að yrkja á blað
allt sem menn segja vildu.

Í minningasafninu margt er um hnoss,
þótt mörg séu föl og tekin,
en eitt af þeim skýru er einstakur koss,
sem aldrei var endurtekinn.

Kannski það gæti komið til
ég kalli' hann ei réttu nafni.
Ef til vill er hann ennþá til
í öðru minningasafni.  
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...
Til konu sem ég man, en vísast hefur gleymt.


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn