Matarást
Til stúlknanna í eldhúsinu á Reykjum.

Ástin tekur á sig ýmis gerfi
og oftast nær hún veldur hjartaþraut.
Samt er það svo að einhvern veðurdaginn
algerlega rokin er á braut.

Núna þegar kominn er með kransa
kemur oftlega í huga mér
Hver er ástin einasta og sanna,
ástin sem að stöðugt fylgir þér?

Ástin ber á dyr með ýmsum hætti
og engan um það spyr hvar inn hún fer.
Rakleiðis um magann liggur leiðin
sem líklegust að hjarta mannsins er.

Ástin er á kreiki' í ýmsum myndum.
Af þeim myndum sem að fyrir ber
er matarást sú eina sem að endist
og eftir lætur merki' í hjarta þér.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn