Steinninn
(De Steen - Braum Vermeulen)
Þýðing: Þórhallur Hróðmarsson

Ég fleygði steini í fljótið heima
og flaum þess breytti, þó ekki alveg,
því enginn getur víst stöðvað strauminn,
sem streymir áfram um annan farveg.

Ef til vill köld og klakabólgin
klýfur áin og máir steininn,
hrífur með sér og fær hann fólginn
í fylgsni dimmu í djúpi hafsins.

Ég lagði steininn í löginn heima
svo lífsferð minni mun enginn gleyma.
Þótt áin lítt um mitt innlegg skeytti,
þá á ég steininn sem straumnum breytti.

Ég á mér steininn í ánni heima
og áin mun hann um framtíð geyma.
Hann unir þarna svo ósköp máður
og áin verður ei söm og áður.  
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn