Vegur sannleikans
Á vegi sannleikans vandratað er,
varla er því að leyna
og ýmsan honum út af ber,
þótt ætli hann sér að reyna

af fremsta megni að feta hann,
finnst honum erfitt að þegja,
þá þráfalt er verið að þýfga hann
um það sem hann vill ekki segja.

Reyndu samt, svo að sofir þú rótt,
sannleika' að halda þig nærri.
Segðu það satt sem segir, þótt
séu orðin færri,

því allt, sem þú lýgur, efst og fremst
upp frá því þarftu að muna
og ekkert þú græðir og ekkert þú kemst
áfram á nýjum spuna.

Hreinskilnin er því happasæl,
þótt hollt sé á stundum að þegja.
Allan sannleik frá ufsum að hæl
er ónauðsynlegt að segja.  
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn