Unaðsstund
Hamingju- og hlýjukennd,
í hjarta finn,
Er hjartkær minning hvarflar létt
um huga minn.
Í kvöldsins værð þú komst til mín,
með kærleik þinn.

Atlot þín og ilminn af þér
ennþá finn,
ég man hve hár þitt mjúkt þá straukst
um mína kinn
og varir þínar votar fann,
við vanga minn.

Við áttum saman einnar nætur
unaðsstund,
allt of stutta, ungur sveinn
og ástblíð hrund.
Hún merlar enn í minningunni'
og mýkir lund.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn