Ástríða
Ég á þig leit nakta, mitt ólgaði blóð,
svo einfalda, hvíta og netta.
Eitt auglit til þín vakti ástríðuflóð
og efsta í hug mér var þetta,
að taka þig, strjúka og tendra' í þér glóð,
taumlausa löngun að metta.
Eitt andartak skammt þessi unaður stóð,
svo aflvana lét ég þig detta.
Að endaðri nautn hafði á þér viðbjóð,
andskotans sígaretta.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn