Vitið meira
Margan vitið manninn eflir,
mikið er þó til í því,
að flestum sé það fótakefli,
sem fengu meira' en nóg af því.

Í það eru æ að stíga,
á ýmsa lund það pirrar þá,
upp í vindinn ávallt míga
og enginn virðist skilja þá.

Um það gildir eins og fleira,
allt er best í hófi nú,
vera hlýtur vitið meira,
ef vit í hófi hefur þú.

Ef varla neitt af viti hefur,
vertu ekki' að sýta það,
það vart er meira' en guð þér gefur,
en gættu þess að nýta það.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn