Mánaspjall
Mánaspjall
Lag John Browns body, bandarískt.

Máninn starir agndofa frá efsta sjónarhól,
undrast þetta skrítna lið sem vítt um foldarból
hamast við að berjast þar um bita hvern og spón.
Honum blöskrar þessi sjón.
Þokast hægt um himingeiminn,
hnyklar brýnnar, rór og dreyminn.
Ætlar sér að siða heiminn
og sætta þessi flón.

Sjáið hvernig skrefagreiður þrotlaust þramma ég,
þreytist aldrei, hef þó lengi rólað sama veg.
Ég hef aldrei abbast nokkuð upp á náungann
og enga pretti kann.
Takið nú upp sömu siði,
sjáið náungann í friði.
Starfið öll í einu liði,
þið eigið sama rann.



 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð