

Hrímþurs grár við heimskautsbaug
heldur fast í öll sín völd.
Halda spenntri hverri taug
harðir vetur, sumur köld.
Eldþurs löngum leggur á
lítinn gróður þunga raun.
Á hann fellur aska grá
eftir fylgir kolsvart hraun.
Ísland, þér er ósköp kalt.
Utanlands er blærinn hlýr.
Þar er ekki svona svalt
sandbyljir og veðragnýr.
Útlent gull í grænum skóg
gildi eflaust hefur sitt.
Aldrei breytist þetta þó:
Þú ert eina landið mitt.
heldur fast í öll sín völd.
Halda spenntri hverri taug
harðir vetur, sumur köld.
Eldþurs löngum leggur á
lítinn gróður þunga raun.
Á hann fellur aska grá
eftir fylgir kolsvart hraun.
Ísland, þér er ósköp kalt.
Utanlands er blærinn hlýr.
Þar er ekki svona svalt
sandbyljir og veðragnýr.
Útlent gull í grænum skóg
gildi eflaust hefur sitt.
Aldrei breytist þetta þó:
Þú ert eina landið mitt.