Drög að mansöng
Hrímþurs grár við heimskautsbaug
heldur fast í öll sín völd.
Halda spenntri hverri taug
harðir vetur, sumur köld.

Eldþurs löngum leggur á
lítinn gróður þunga raun.
Á hann fellur aska grá
eftir fylgir kolsvart hraun.

Ísland, þér er ósköp kalt.
Utanlands er blærinn hlýr.
Þar er ekki svona svalt
sandbyljir og veðragnýr.

Útlent gull í grænum skóg
gildi eflaust hefur sitt.
Aldrei breytist þetta þó:
Þú ert eina landið mitt.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð