Heimferð
Galískur texti: Hugh Roberton
Enskur texti: Archibald MacDonald
Þýðing: Ragnar Böðvarsson

Komdu með, komdu með
brjótum tímans hörðu hlekki.
Komdu með, komdu með
hvort sem gefur eða ekki.
Prýdda víðri breiðu blóma
okkar byggð ég aftur þekki.
Látum sönginn saman hljóma.
Komdu með, komdu með.

Þarna kvakar lóan létt
og við dönsum dátt af stað.
Höldum glöð og frjáls í ferð
er við þekkjum orðið það
hvernig bikað borgarstræti
oft við þreyttu hjarta hneit.
Okkur svo í fjarlægð fagnar
friðsæl heimasveit.

Ferskur blær við fjallsins rót
ilmur vors úr mýri og mó
söngur fugls á grænni grein
fjöruangan út við sjó.
Það er margt sem mjúkum rómi
stöðugt kallar okkur á.
Eftir för um hraun og hrjóstur
heim við munum ná.

Komdu með, komdu með
brjótum tímans hörðu hlekki.
Komdu með, komdu með
hvort sem gefur eða ekki.
Prýdda víðri breiðu blóma
okkar byggð ég aftur þekki.
Látum sönginn saman hljóma.
Komdu með, komdu með.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...
Enskt heiti ljóðsins er The Uist tramping songs.
Það er í bókinni Scottish songs útg. fyrst 1998.


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð