Dísin (1968)
Ég bjóst við því forðum að brosið þitt ætíð mér fylgdi
ég byggði mér höll einsog siður er ungra manna.
Ég sá ei að dísin sem duga mér skyldi til heilla
var duttlungafull
og ekkert á hana að treysta.
Svo hugðist ég leiða þig langt inn í höllina mína
og lífið var fagurt og bjart eins og heiðríkur morgun.
En dísin var orðin að norn sem að nálgaðist óðum
og nákaldri röddu hvíslaði: aðeins draumur.
ég byggði mér höll einsog siður er ungra manna.
Ég sá ei að dísin sem duga mér skyldi til heilla
var duttlungafull
og ekkert á hana að treysta.
Svo hugðist ég leiða þig langt inn í höllina mína
og lífið var fagurt og bjart eins og heiðríkur morgun.
En dísin var orðin að norn sem að nálgaðist óðum
og nákaldri röddu hvíslaði: aðeins draumur.