Dísin (1968)
Ég bjóst við því forðum að brosið þitt ætíð mér fylgdi
ég byggði mér höll einsog siður er ungra manna.
Ég sá ei að dísin sem duga mér skyldi til heilla
var duttlungafull
og ekkert á hana að treysta.

Svo hugðist ég leiða þig langt inn í höllina mína
og lífið var fagurt og bjart eins og heiðríkur morgun.
En dísin var orðin að norn sem að nálgaðist óðum
og nákaldri röddu hvíslaði: aðeins draumur.  
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð