Til náungans (1960–1970)
Ennþá einu sinni
á mér hefur lent
árás illrar stjórnar
eitt er jafnan hent
þeim sem ráða ríkinu:
Það að níðast mest á mér
mýkra taka á þér.
Þessu breyta þyrfti
og það sem allra fyrst.
Alveg sýnist augljóst
að ekkert get ég misst.
Ég fæ lágt og lítið kaup
á því kosta engra völ
aðeins sult og kvöl.
Þú ert betur búinn
basli lífsins í.
Eg vil draga eina
ályktun af því:
Þegar býður þjóðarheill
agnarlitla færðu fórn
fyrir vora stjórn.
á mér hefur lent
árás illrar stjórnar
eitt er jafnan hent
þeim sem ráða ríkinu:
Það að níðast mest á mér
mýkra taka á þér.
Þessu breyta þyrfti
og það sem allra fyrst.
Alveg sýnist augljóst
að ekkert get ég misst.
Ég fæ lágt og lítið kaup
á því kosta engra völ
aðeins sult og kvöl.
Þú ert betur búinn
basli lífsins í.
Eg vil draga eina
ályktun af því:
Þegar býður þjóðarheill
agnarlitla færðu fórn
fyrir vora stjórn.