Til náungans (1960–1970)
Ennþá einu sinni
á mér hefur lent
árás illrar stjórnar
eitt er jafnan hent
þeim sem ráða ríkinu:
Það að níðast mest á mér
mýkra taka á þér.

Þessu breyta þyrfti
og það sem allra fyrst.
Alveg sýnist augljóst
að ekkert get ég misst.
Ég fæ lágt og lítið kaup
á því kosta engra völ
aðeins sult og kvöl.

Þú ert betur búinn
basli lífsins í.
Eg vil draga eina
ályktun af því:
Þegar býður þjóðarheill
agnarlitla færðu fórn
fyrir vora stjórn.  
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð