í orðastað stjórnmálamanns
Mörg og heiftarleg hafa um sinn
hnífalög á mér staðið.
Flugbeittan, nýjan flatningshníf
fann ég við herðablaðið.
Undan borðhnífum blæðir mjög
þó bitið sé ei til muna
og eitthvað stingur mig inn í bein
ofan við rassboruna.

Fjölda hnífa ég fundið hef
í flestu ég reynist hygginn.
Nú fann ég vondan vasahníf
vestan megin við hrygginn.
Skeiðahnífsræfill er þar og.
-Er ekki von mér sárni?-
þar sem að blaðið ekki er
úr almennilegu járni.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...
(Guðjón Ólafur Jónsson sagðist vera með mörg hnífasett í bakinu eftir Björn Inga Hrafnsson í ársbyrjun 2008)


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð