

Mörg og heiftarleg hafa um sinn
hnífalög á mér staðið.
Flugbeittan, nýjan flatningshníf
fann ég við herðablaðið.
Undan borðhnífum blæðir mjög
þó bitið sé ei til muna
og eitthvað stingur mig inn í bein
ofan við rassboruna.
Fjölda hnífa ég fundið hef
í flestu ég reynist hygginn.
Nú fann ég vondan vasahníf
vestan megin við hrygginn.
Skeiðahnífsræfill er þar og.
-Er ekki von mér sárni?-
þar sem að blaðið ekki er
úr almennilegu járni.
hnífalög á mér staðið.
Flugbeittan, nýjan flatningshníf
fann ég við herðablaðið.
Undan borðhnífum blæðir mjög
þó bitið sé ei til muna
og eitthvað stingur mig inn í bein
ofan við rassboruna.
Fjölda hnífa ég fundið hef
í flestu ég reynist hygginn.
Nú fann ég vondan vasahníf
vestan megin við hrygginn.
Skeiðahnífsræfill er þar og.
-Er ekki von mér sárni?-
þar sem að blaðið ekki er
úr almennilegu járni.
(Guðjón Ólafur Jónsson sagðist vera með mörg hnífasett í bakinu eftir Björn Inga Hrafnsson í ársbyrjun 2008)