Haustljóð
Sænskur texti: Tove Jansson
Ragnar Böðvarsson: lausleg þýðing.
Lag: Erna Tauro
Leiðin heim er löng og ströng og enginn er mér hjá,
svalan andvara kvöldið með sér flytur.
Ég þrái huggun þína nú er þreytan sígur á
meðan þyngir hvert spor einsemd bitur.
Ég vissi ekki fyrr hversu máttugt myrkrið er
þegar minningar angur til mín bera.
Ég fékk ei sagt þau orð sem ég flytja átti þér
eða framkvæmt það sem vildi ég gera.
Komdu nú, komdu nú, ástin mín eina,
andblær af vetrinum fikrar sig nær.
Kveiktu svo ljós því að senn bregður birtu,
brosandi sumarið þokast fjær.
Úti köldu anda fer, að hausti hnígur sól
og við höldum í leit að týndum sjóðum.
Þótt bliknað hafi blómin sum er brjóst mitt fyrrum ól
ennþá bjarmar af hálf földum glóðum.
En út við hafið vitarnir lýsa okkar leið
meðan leikur sér brim við fjörusanda.
Svo hittumst við á ný þegar gatan verður greið
og við göngum frjáls til ókunnra landa..
Komdu nú, komdu nú, ástin mín eina,
andblær af vetrinum fikrar sig nær.
Kveiktu svo ljós því að senn bregður birtu,
brosandi sumarið þokast fjær.
Ragnar Böðvarsson: lausleg þýðing.
Lag: Erna Tauro
Leiðin heim er löng og ströng og enginn er mér hjá,
svalan andvara kvöldið með sér flytur.
Ég þrái huggun þína nú er þreytan sígur á
meðan þyngir hvert spor einsemd bitur.
Ég vissi ekki fyrr hversu máttugt myrkrið er
þegar minningar angur til mín bera.
Ég fékk ei sagt þau orð sem ég flytja átti þér
eða framkvæmt það sem vildi ég gera.
Komdu nú, komdu nú, ástin mín eina,
andblær af vetrinum fikrar sig nær.
Kveiktu svo ljós því að senn bregður birtu,
brosandi sumarið þokast fjær.
Úti köldu anda fer, að hausti hnígur sól
og við höldum í leit að týndum sjóðum.
Þótt bliknað hafi blómin sum er brjóst mitt fyrrum ól
ennþá bjarmar af hálf földum glóðum.
En út við hafið vitarnir lýsa okkar leið
meðan leikur sér brim við fjörusanda.
Svo hittumst við á ný þegar gatan verður greið
og við göngum frjáls til ókunnra landa..
Komdu nú, komdu nú, ástin mín eina,
andblær af vetrinum fikrar sig nær.
Kveiktu svo ljós því að senn bregður birtu,
brosandi sumarið þokast fjær.