Eitt er öruggt
Ég verð hérna í dag, síðan býst ég á brott
því að breytingin fellur mér vel.
Og ég spyr ekki neins þegar ótryggt er allt
svo að óvissu líf mitt ég fel.
Stundum þreytist ég mjög, en ég finn hvergi frið
og ég fæ ekki setið mörg andartök kyrr.
Og á hraðfleygri stund finn ég öruggt það eitt:
Allt er breytt, ekkert er eins og fyrr.
Enginn saknar mín hér og það angrar mig ei
þó að innan skamms horfin og gleymd
verði saga mín öll. Nema örsmá og dreifð
verða ef til vill brot hennar geymd.
Stundum þreytist ég mjög, en ég finn hvergi frið
og ég fæ ekki setið mörg andartök kyrr.
Og á hraðfleygri stund finn ég öruggt það eitt:
Allt er breytt, ekkert er eins og fyrr.
Spyrji einhver mig þess hví ég flýti svo för
verður fálmandi óskýrt mitt svar.
Nú er svikult hvert orð sem var öruggt í gær
það finnst ekkert neitt líkt því sem var.
Stundum þreytist ég mjög, en ég finn hvergi frið
og ég fæ ekki setið mörg andartök kyrr.
Og á hraðfleygri stund finn ég öruggt það eitt:
Allt er breytt, ekkert er eins og fyrr.
Ljóð: Hannes Wader, lausleg þýðing: RB. Lag: G. Bolstadt.
því að breytingin fellur mér vel.
Og ég spyr ekki neins þegar ótryggt er allt
svo að óvissu líf mitt ég fel.
Stundum þreytist ég mjög, en ég finn hvergi frið
og ég fæ ekki setið mörg andartök kyrr.
Og á hraðfleygri stund finn ég öruggt það eitt:
Allt er breytt, ekkert er eins og fyrr.
Enginn saknar mín hér og það angrar mig ei
þó að innan skamms horfin og gleymd
verði saga mín öll. Nema örsmá og dreifð
verða ef til vill brot hennar geymd.
Stundum þreytist ég mjög, en ég finn hvergi frið
og ég fæ ekki setið mörg andartök kyrr.
Og á hraðfleygri stund finn ég öruggt það eitt:
Allt er breytt, ekkert er eins og fyrr.
Spyrji einhver mig þess hví ég flýti svo för
verður fálmandi óskýrt mitt svar.
Nú er svikult hvert orð sem var öruggt í gær
það finnst ekkert neitt líkt því sem var.
Stundum þreytist ég mjög, en ég finn hvergi frið
og ég fæ ekki setið mörg andartök kyrr.
Og á hraðfleygri stund finn ég öruggt það eitt:
Allt er breytt, ekkert er eins og fyrr.
Ljóð: Hannes Wader, lausleg þýðing: RB. Lag: G. Bolstadt.