Eldhúsdagsumræður júní 2011
Þokast nokkuð á þriðja ár
þessarar stjórnar ævi.
Allmargir töldu að hún strax
endurreisnina hæfi.
Sigmundur jafnt og Bjarni Ben
býsnast samt yfir þessu:
Ykkur gengur hreint ekki neitt
allt er í sömu klessu.

Enn við heyjum við hrunsins arf
harðar og langar glímur
fjölmargt samt þokast fram á við
fullyrðir Skallagrímur.
Áfram því hagur okkar mun
eflast af hraðri skundan.
Fauskar gamlir og geðillir
grenja því jafnan undan.

 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð