

Skógarþröstur fagurfleygur
fer um Selfossbæ
leitar fræja otureygur
Órafjarri er haustsins geigur
blíðum sumars blæ.
Laufguð tré og blómabreiður
brosa í sumarkyrrð.
Yfir vakir himinn heiður.
Haustsins fölva rökkurseiður
býr í blárri firrð.
fer um Selfossbæ
leitar fræja otureygur
Órafjarri er haustsins geigur
blíðum sumars blæ.
Laufguð tré og blómabreiður
brosa í sumarkyrrð.
Yfir vakir himinn heiður.
Haustsins fölva rökkurseiður
býr í blárri firrð.