

Til eiginkonu minnar
Ég þekki augu svo dökk og dreymin, dul og heit
og finnst þau stundum svo frökk og geymin á fyrirheit.
Ýmist eru þau ósköp feimin og undirleit
eða þau segja: "Við sigrum heiminn, hvern sólskinsreit".
Ég þekki augu svo dökk og dreymin dul og heit.
Í þeirra hyl ég þóttist finna þrá til mín.
Var það kraftur vona minna er villti sýn,
voru eldar augna þinna ímyndun mín
eða speglar óska minna augun þín.
Í þeirra hyl ég þóttist finna þrá til mín.
Ég þekki augu svo dökk og dreymin, dul og heit
og finnst þau stundum svo frökk og geymin á fyrirheit.
Ýmist eru þau ósköp feimin og undirleit
eða þau segja: "Við sigrum heiminn, hvern sólskinsreit".
Ég þekki augu svo dökk og dreymin dul og heit.
Í þeirra hyl ég þóttist finna þrá til mín.
Var það kraftur vona minna er villti sýn,
voru eldar augna þinna ímyndun mín
eða speglar óska minna augun þín.
Í þeirra hyl ég þóttist finna þrá til mín.