Ástríða
Ég á þig leit nakta, mitt ólgaði blóð,
svo einfalda, hvíta og netta.
Eitt auglit til þín vakti ástríðuflóð
og efsta í hug mér var þetta,
að taka þig, strjúka og tendra' í þér glóð,
taumlausa löngun að metta.
Eitt andartak skammt þessi unaður stóð,
svo aflvana lét ég þig detta.
Að endaðri nautn hafði á þér viðbjóð,
andskotans sígaretta.
svo einfalda, hvíta og netta.
Eitt auglit til þín vakti ástríðuflóð
og efsta í hug mér var þetta,
að taka þig, strjúka og tendra' í þér glóð,
taumlausa löngun að metta.
Eitt andartak skammt þessi unaður stóð,
svo aflvana lét ég þig detta.
Að endaðri nautn hafði á þér viðbjóð,
andskotans sígaretta.