Kántrýkvöld
Kom ég með konunni minni
í Kántrýbæ einhverju sinni,
svo skrapp ég smá út
og skálaði' af stút,
en skjótt var ég aftur þar inni.
Með ljúfu og léttkenndu sinni
ég leit yfir salinn þar inni.
Ég litaði' hann rauðan,
er leit ég einn kauðann
káfandi' á konunni minni.
Hnefann úr vasanum þreif ég
svo helvítis buxurnar reif ég.
Ég gaf honum á hann
og auðvitað lá hann,
en síðan á konuna sveif ég.
Ég sneri' henni snarlega, bráður,
snöktandi, mæddur og þjáður,
en ekkert ég tafði,
af því ég hafði
aldrei séð konuna áður.
í Kántrýbæ einhverju sinni,
svo skrapp ég smá út
og skálaði' af stút,
en skjótt var ég aftur þar inni.
Með ljúfu og léttkenndu sinni
ég leit yfir salinn þar inni.
Ég litaði' hann rauðan,
er leit ég einn kauðann
káfandi' á konunni minni.
Hnefann úr vasanum þreif ég
svo helvítis buxurnar reif ég.
Ég gaf honum á hann
og auðvitað lá hann,
en síðan á konuna sveif ég.
Ég sneri' henni snarlega, bráður,
snöktandi, mæddur og þjáður,
en ekkert ég tafði,
af því ég hafði
aldrei séð konuna áður.