

Til stúlknanna í eldhúsinu á Reykjum.
Ástin tekur á sig ýmis gerfi
og oftast nær hún veldur hjartaþraut.
Samt er það svo að einhvern veðurdaginn
algerlega rokin er á braut.
Núna þegar kominn er með kransa
kemur oftlega í huga mér
Hver er ástin einasta og sanna,
ástin sem að stöðugt fylgir þér?
Ástin ber á dyr með ýmsum hætti
og engan um það spyr hvar inn hún fer.
Rakleiðis um magann liggur leiðin
sem líklegust að hjarta mannsins er.
Ástin er á kreiki' í ýmsum myndum.
Af þeim myndum sem að fyrir ber
er matarást sú eina sem að endist
og eftir lætur merki' í hjarta þér.
Ástin tekur á sig ýmis gerfi
og oftast nær hún veldur hjartaþraut.
Samt er það svo að einhvern veðurdaginn
algerlega rokin er á braut.
Núna þegar kominn er með kransa
kemur oftlega í huga mér
Hver er ástin einasta og sanna,
ástin sem að stöðugt fylgir þér?
Ástin ber á dyr með ýmsum hætti
og engan um það spyr hvar inn hún fer.
Rakleiðis um magann liggur leiðin
sem líklegust að hjarta mannsins er.
Ástin er á kreiki' í ýmsum myndum.
Af þeim myndum sem að fyrir ber
er matarást sú eina sem að endist
og eftir lætur merki' í hjarta þér.