Atómljóð
Þá höftum í ríms ei hangir föst,
er hugsunin létt í spori.
Hún bregður á leik með botnaköst,
eins og belja sem leyst er á vori.
Hefur nú margra sem hnoða leir
hugur að órími hnigið,
en frelsið í hugsun sem fengu þeir
flestum til höfuðs er stigið.
Þá orðið er ljóðsins innihald
órímuð hugsanaveila,
biðjum þá heldur um borað spjald
úr biluðum rafeindaheila.
er hugsunin létt í spori.
Hún bregður á leik með botnaköst,
eins og belja sem leyst er á vori.
Hefur nú margra sem hnoða leir
hugur að órími hnigið,
en frelsið í hugsun sem fengu þeir
flestum til höfuðs er stigið.
Þá orðið er ljóðsins innihald
órímuð hugsanaveila,
biðjum þá heldur um borað spjald
úr biluðum rafeindaheila.
Þetta ljóð er ort á þeim tíma þegar órímuð og óstuðluð ljóð gengu ennþá undir nafninu "Atómljóð". Þá voru tölvur stundum nefndar rafeindaheilar. Þær unnu úr upplýsingum sem þær lásu af gataspjöldum. Upplýsingarnar voru reyndar slegnar inn í sérstökum vélum með lyklaborði, sem skiluðu innslættinum frá sér á gataspjöldum, sem tölvan var síðan fóðruð með.