Átt og misst
Ég hljóður sit og handleik feyskinn kvist.
Hann var eitt sinn grænn í þinni mund.
Hver trúir því að tilgang geti misst
tilveran á einni morgunstund.
Ég vaknaði og virtist þá um sinn
sem voðalegan ótta setti' að mér,
bældur koddi' og brotinn kambur þinn
báru vitni dvalar þinnar hér.
Þú hafðir komið kvöldið fyrr til mín.
Ég kenndi ei það mein er gekk að þér.
Nú skildi ég hvað þunglynd augu þín
þögul höfðu reynt að segja mér.
Augun þín sem aldrei voru hörð.
Svo óháð virtust tímans þunga nið.
Í hyldýpt þeirra himnaríki' á jörð
hafði ég svo oft séð blasa við.
Og ég sem hafði' að heimsmannssið mér hælt
af hirðuleysi' um lífsins skrum og skarn
fól andlit mitt hvar fiðrið hafði bælt
þitt fagra hár og grét sem lítið barn.
Hann var eitt sinn grænn í þinni mund.
Hver trúir því að tilgang geti misst
tilveran á einni morgunstund.
Ég vaknaði og virtist þá um sinn
sem voðalegan ótta setti' að mér,
bældur koddi' og brotinn kambur þinn
báru vitni dvalar þinnar hér.
Þú hafðir komið kvöldið fyrr til mín.
Ég kenndi ei það mein er gekk að þér.
Nú skildi ég hvað þunglynd augu þín
þögul höfðu reynt að segja mér.
Augun þín sem aldrei voru hörð.
Svo óháð virtust tímans þunga nið.
Í hyldýpt þeirra himnaríki' á jörð
hafði ég svo oft séð blasa við.
Og ég sem hafði' að heimsmannssið mér hælt
af hirðuleysi' um lífsins skrum og skarn
fól andlit mitt hvar fiðrið hafði bælt
þitt fagra hár og grét sem lítið barn.